Kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. Hún á að hafa neitað föður barnsins um umsjá barns þeirra og afarið með það til útlanda, þar sem barnið dvelur enn. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Í frétt RÚV kemur fram að konan sé af erlendum uppruna og deili forræði yfir barninu með íslenskum barnsföður. Lögheimili barnsins er hjá honum.
RÚV greinir frá því að konan hafi í mars farið með barnið ásamt sambýlismanni sínum til heimalands síns, án vitundar föður barnsins. Hún sneri svo aftur til Íslands án barnsins.
Í nóvember var föður barnsins til bráðabirgða falin forsjá barnsins. Samkvæmt frétt RÚV sagðis konan við skýrslutökur ætla að fara aftur utan í desember og ekki snúa heim með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár.