Guðmundur Zebitz, vörustjóri notendabúnaðar hjá Advania, fór með fartölvu í réttir og lét hundruð, ef ekki þúsundir, kinda hlaupa yfir hana. Af hverju? Hann vildi vita hvort hún stæði við gefið loforð um að þola allt. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Tölvan er af gerðinni Dell Latitude Extreme Rugged og hún á að þola allt. Eða nánast. Guðmundur vildi að eigin sögn misbjóða tölvunni og eftir að kindurnar voru búnar að hlaupa yfir hana var hún þvegin með háþrýstidælu.
Guðmundur segir segir í samtali við Nútímann að bændur í sveitinni hafi verið hissa á uppátækinu. „Mig langaði að sjá hvað hún þolir. Ég hefði reyndar getað sett hana í uppþvottavélina,“ segir hann léttur.
Athugið að Advania greiddi ekki fyrir birtingu á þessar frétt — okkur fannst þetta bara skemmtilegt.