Hárgreiðsla Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins, vakti mikla athygli í beinni útsendingu á RÚV í kvöld þar sem stefnuræða forsætisráðherra fór fram.
Þótti Guðmundur hafa sótt innblástur í níunda áratug síðustu aldar með því að skarta síðu að aftan. Á Twitter gekk fólk svo langt að benda á að þarna væri hin svokallaða: „Vinna að framan, teiti að aftan“-greiðsla — eða business in the front, party in the back.
Það er gráhærður gaur með sítt a attan í sjónvarpinu mínu! Jess… Áttan er mætt aftur, góðir tímar
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) December 14, 2017
Veit einhver hver klippir hann? https://t.co/pczFVtzAAg
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 14, 2017
Magnað að fermingarklippingin mín hafi komist á þing á undan mér. #stefnuræða pic.twitter.com/oBeySIoWqy
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) December 14, 2017
Þingmaður in the front, party in the back #stefnuræða pic.twitter.com/TQin4qvdN7
— $v1 (@SveinnKjarval) December 14, 2017