Auglýsing

Sprelligosi segir leiðinlegar sögur í nafni Gylfa Sig á Twitter: „Ég er ekkert smá búinn að borða margar mandarínur“

Óprúttinn sprelligosi hefur stofnað Twitter-aðgang í nafni Gylfa Sigurðssonar, landsliðsmanns í fótbolta, þar sem hann gerir grín að honum undir nafninu Boring Gylfi Sig. Aðgangurinn hefur vakið talsverða athygli en hann á sér erlenda fyrirmynd. 

Aðgangurinn var stofnaður um helgina og hefur fengið yfir 200 fylgjendur en tístin sem birt eru í nafni Gylfa eru afar leiðinleg og óáhugaverð. Aðgangurinn á sér erlenda fyrirmynd því sambærilegur aðgangur í nafni James Milner, leikmanns Liverpool, hefur slegið í gegn á Englandi. 

Hér má sjá nokkur dæmi um hvað Boring-Gylfi Sig hefur verið að bralla undanfarna daga

Fótboltamenn eru ekki þeir einu sem hafa lent í klóm sprelligosa á Twitter því Bill Clinton, Jesús og Bretlandsdrottning hafa öll þurft að þola svokallaða parody-aðganga á Twitter. Þá stofnar einhver aðgang í nafni viðkomandi manneskju eða í nafni heilags anda og tístir sem viðkomandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing