Auglýsing

Saka H&M um að selja rasíska hettupeysu á börn

Sænski verslunarrisinn H&M hefur verið harðlega gagnrýndur og sakaður um rasisma eftir að drengur sem er dökkur á hörund var notaður til að auglýsa hettupeysur sem á stóð: „Svalasti apinn í frumskóginum.“ Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð og fyrirtækið beðist afsökunar.

Auglýsingin birtist bæði á bresku og bandarísku heimasíðum fyrirtækisins og það voru notendur á Twitter sem fyrst vöktu athygli á málinu.

https://twitter.com/KaramoBrown/status/950263920450715648

Talsmaður H&M harmar atvikið í samtali við breska blaðið Daily Mail. „Myndin hefur verið fjarlægð af öllum síðum alla þá sem kunna að hafa móðgast afsökunar.“

Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina hafa margir notendur á Twitter hvatt samborgara sína til að sniðganga vörur fyrirtækisins undir myllumerkinu #boycottH&M.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing