Skemmtikrafturinn Sóli Hólm hefur ákveðið að bæta tveimur sýningum við uppistandssýningu sína á Hard Rock Café. Uppselt er dagana 1. og 2. febrúar næstkomandi en Sóli bætti sýningum við dagana 1. og 2. mars og miðasala er hafin á Tix.is.
Steinar Ingi, útsendari Nútímans, hitti Sóla á sviðinu og fékk að fræðast um sýninguna ásamt því að sjá hvernig Sóli umbreytist í Pál Óskar á sviðinu. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Sóli er ein besta eftirherma þjóðarinnar og hefur lofað því að þjóðþekktir einstaklingar fylgi honum upp á sviðið á Hard Rock.
Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein síðasta sumar. Hann greindi svo frá því í lok nóvember að lyfjameðferðin hafi heppnast vel og að hann væri ekki lengur með krabbamein. Hann hafði lofað sjálfum sér að setja upp eigin sýningu þegar hann yrði heill heilsu á ný og nú er komið að því.