Mikið hvassviðri gengur nú yfir Holland en hollenska veðurstofan gaf fyrr í dag út rauða viðvörun vegna veðurofsans. Vindhraðinn í landinu hefur náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu og öllum flugferðum til og frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam hefur verið aflýst næstu klukkustundirnar.
Ingólfur Stefánsson, námsmaður sem búsettur er í Maastricht í Hollandi segist í samtali við Nútímann hafa vaknað við óveðrið. „Ég vaknaði við þetta í morgun en mér skilst að þetta sé verra í höfuðborginni,“ segir Ingólfur.
Á hollenska vefmiðilinum Dutch News kemur fram að lögreglan hafi fengið mörg þúsund tilkynningar um skemmdir. Á Twitter hefur fólk verið duglegt að birta myndbönd af veðurofsanum. Húsþök, auglýsingaskilti og fólk er meðal þess sem fokið hefur um koll.
Þetta er rosalegt!
https://twitter.com/tensioncoach/status/953918764386570240
Waanzinnig, complete daken worden weggerukt. #storm (via @paulschram) pic.twitter.com/vHbglN4HOE
— Johan Boef (@jboef) January 18, 2018
Man man man. #storm pic.twitter.com/m5tBULBw7z
— Coen (@Coentjehh) January 18, 2018