Auglýsing

Ungir athafnamenn slá í gegn með „coko and kleins“ á Gróttu: „Náðum að selja allt á 40 mínútum“

Bræðurnir og athafnamennirnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann Stefánssynir hófu á miðvikudaginn að selja kleinur og kakó á Gróttu. Hrafnhildur Össurardóttir, útsendari Nútímans, skellti sér í úlpu og hitti strákana í hádeginu í dag þar sem annar söludagur var að hefjast. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Mynd sem Ragnheiður Valgarðsdóttir birti á Facebook af strákunum við sölubásinn hefur algjörlega slegið í gegn. Fleiri en tvö þúsund manns hafa lækað myndina og á sjötta hundrað hefur deilt henni. Þá eru ummælin við myndina á annað hundrað og þau eru öll á einn veg: Strákarnir eru með þetta.

„Fyrst þegar við gerðum þetta náðum við að selja allt á 40 mínútum,“ segir Daníel, sem er 13 ára gamall en Róbert, bróðir hans, er ellefu ára. Kakó og kleina kostar aðeins 500 krónur hjá strákunum og hluti af söluandvirðinu rennur í þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar.

Hrafnhildur og tökumaðurinn Heimir á Nútímanum eru sammála um gæði kleinanna. Heimir talar meira að segja um bestu kleinu sem hann hefur smakkað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing