Auglýsing

Rúrik kærir vegna falskra aðganga á Tinder og Snapchat: „Alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns“

Óprúttnir aðilar hafa stofnað aðgang á Tinder og Snapchat í nafni fótboltakappans Rúriks Gíslasonar. Rúrik segist í yfirlýsingu hafa kært athæfið enda um brot á friðhelgi einkalífs hans að ræða.

DV birti fyrir helgi úttekt um þekkta íslenska karlmenn á Tinder. Rúrik var þar á meðal og svo virðist sem umfjöllunin hafi vakið athygli hans á falska aðganginum sem var stofnaður í hans nafni.

Rúrik ítrekar í yfirlýsingu sinni að hann sé ekki á bakvið aðganginn á Tinder og ekki heldur aðgang sem stofnaður hefur verið í hans nafni á Snapchat.

„Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert,“ segir í yfirlýsingu frá Rúrik.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing