Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða kvikmyndir, leikarar og leikstjórar verða tilnefnd í hverjum flokki fyrir sig á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram þann 4. mars í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles. Myndin The Shape of Water fær flestar tilnefningar, alls 13 talsins.
Athygli vekur að körfuboltamaðurinn Kobe Bryant sem lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016 er tilnefndur fyrir stuttmyndina „Dear Basketball“ í flokknum besta teiknaða stuttmyndin.
Verðlaun eru veitt í 24 flokkum og eru fimm myndir tilnefndar í hverjum flokki, nema í flokknum, besta kvikmynd þar sem myndir mega vera fleiri. Hér að neðan má sjá það helsta.
Besta mynd
Call Me by Your Name
Darkest Hour
Dunkirk
Get Out
Lady Bird
Phantom Thread
The Post
The Shape of Water
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Besta leikkona í aðalhlutverki
Sally Hawkins, The Shape of Water
Frances McDormand, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Margot Robbie, I, Tonya
Saoirse Ronan, Lady Bird
Meryl Streep, The Post
Besti leikari í aðalhlutverki
Timothée Chalamet, Call Me by Your Name
Daniel Day-Lewis, Phantom Thread
Daniel Kaluuya, Get Out
Gary Oldman, Darkest Hour
Denzel Washington, Roman J. Israel, Esq.
Besta leikstjórn
Christopher Nolan, Dunkirk
Jordan Peele, Get Out
Greta Gerwig, Lady Bird
Paul Thomas Anderson, Phantom Thread
Guillermo del Toro, Shape of Water
Nánar um tilnefningarnar má lesa hér.