Í leik Njarðvíkur og ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi var stuðningsmanni ÍR vísað út úr húsi eftir orðaskipti við dómara leiksins. Stuðningsmaðurinn sem heitir Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson greindi svo frá því sjálfur á Facebook-síðunni Dominos spjallið að hann hefði kallað dómara leiksins rasista. Vísir.is greinir frá þessu.
Það voru aðeins sjö mínútur eftir af leiknum þegar Sigurður hallaði sér að Ísak Erni Kristinssyni, dómara leiksins og var í kjölfarið rekinn út. Í frétt Vísis má sjá myndband af atvikinu en þar ekki hægt að greina hvað Sigurður segir við dómarann.
„Ég sagði við hann mjög rólega að hann væri rasisti,“ skrifar Sigurður á Facebook-síðunni Dominos spjallið þar sem nokkuð heit umræða skapaðist vegna málsins.