Auglýsing

Tupperware verður ófáanlegt á Íslandi: „Þetta er bara rosalega leiðinlegt“

Tupperware heimilsvörurnar sem seldar hafa verið í heimakynningum á Íslandi í tæplega 30 ár verða brátt ófáanlegar hér á landi. Vegna skipulagsbreytinga hjá Tupperware á Norðurlöndunum hefur Frostís, umboðsaðili vörunnar hér á landi, neyðst til að hætta sölu hér á landi.

Bjarney Jóhannsdóttir, eigandi Frostís sem hefur haft umboð fyrir Tupperware á Íslandi síðan árið 2014, staðfestir þetta í samtali við Nútímann. „Þetta er bara rosalega leiðinlegt en þetta er ekkert sem við ráðum við,“ segir hún.

Hún segir að Tupperware Nordic sendi ekki vörur til Íslands og því verði vörurnar sem fylgt hafa þjóðinni í tæp 30 ár brátt ófáanlegar hér á landi. „Ráðgjafarnir okkar eru að loka síðustu pöntunum á morgun og eftir það verður lagerinn kláraður,“ segir Bjarney en 113 ráðgjafar starfa á Íslandi.

„Við erum með yfir 100 ráðgjafa sem nú eru að missa vinnuna,“ segir Bjarney en vörurnar hafa verið seldar í sérstökum heimakynningum. Bjarney segir að þó svo að flestir hafi haft kynningarnar sem aukavinnu viti hún um nokkra ráðgjafa sem hafi haft söluna sem sitt aðalstarf.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing