Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari Íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var einn af 48 sem fengu afhenta fálkaorðu frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta í opinberri heimsókn hans til Svíþjóðar í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu forsetaembættisins.
Sjá einnig: Hversu vel þekkirðu Lars Lagerbäck?
Lars þjálfar nú norska karlalandsliðið í fótbolta en hann þjálfaði íslenska liðið í fjögur og hálft ár með frábærum árangri.
Eins og áður segir var Lars í hópi 48 aðila sem fengu orðuna í heimsókn Guðna til Svíþjóðar en prinsarnir Karl Filippus og Daníel, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu voru í þessum sama hópi.