Auglýsing

Skorað á RÚV að láta draum Vilhelms rætast og leyfa honum að kynna stigin í Eurovision

Leiklistarneminn Vilhelm Neto birti tíst á Twitter í gær þar sem hann sagði draum sinn vera að fá að kynna stigin fyrir Ísland í Eurovision, sem fer fram í Portúgal í maí. Vilhelm er hálfur Portúgali og hálfur Íslendingur og tístið hefur vakið mikla athygli.

Ekki hefur verið gefið upp hver kynnir stigin fyrir Íslands hönd og fjölmargir skora á RÚV að fá Vilhelm í verkið. Vilhelm segir í samtali við Nútímann að það væri yndislegt að geta sameinað Ísland og Portúgal með þessum hætti. „Ég og fjölskyldan horfðum alltaf saman á Eurovision,“ segir hann.

Svo var einhvern veginn alltaf svo nett að fylgjast með hver var að kynna — það hefur svo frábært fólk kynnt stigin.

Föðurætt Vilhelms er frá Portúgal og ólst hann þar upp þangað til hann flutti til Íslands árið 2007. Í öðru tísti segir hann að „það væri líka svo stórt fokk jú til allra sem lögðu mig í einelti í grunnskóla þar“ að fá að kynna stigin. Hann segir að þó það yrði 100% aukabónus þá myndi þetta snúast meira um að sameina ást hans á Eurovision, Portúgal og Íslandi. „Heilaga þrenningin,“ segir hann.

Vilhelm segist vera ringlaður yfir þessum miklu viðbrögðum sem bón hans hefur fengið. „Ég er hálf orðlaus. Glotti bara allan daginn.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing