Randver Þorláksson er í aðalhlutverki í auglýsingunni fyrir Mottumars í ár. Auglýsingin er stórskemmtileg og sýnir glaðlegan en þó uppáþrengjandi rakarakvartett hvetja hann til að láta skoða blöðruhálskirtilinn.
Það eru Björn Stefánsson, Guðmundur Felixson, Hannes Óli Ágústsson og Björgvin Gíslason sem syngja fyrir Randver. Um 200 íslenskir karlmenn greinast árlega með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hægt er að styrkja átakið með því að kaupa sokkapar á vef Mottumars.
Hér má sjá textann við lagið
Kraftlaus buna, bíddu nú við.
það bætist oná
— allt svefnleysið.
Endalaust pissustand
— að næturlagi
er þetta mögulega blóð í þvagi?
Mjöðmin!
Stöðugt með streng.
Stíflaðar leiðslur
— en alltaf í spreng.
Alveg að farast úr blöðrubólgu
beinverkjum, slappelsi og magaólgu.
Vonlaus.
Þig verkjar í allt.
Hálf–veiklulegur
— og alltaf svo kalt.
Komdu hérna kallinn minn
Láttu kíkjá blöðruhálsinn.