Auglýsing

RÚV skoðar hvort vandamál í atkvæðagreiðslu hafi haft áhrif á úrslit Söngvakeppninnar

Ríkisútvarpið skoðar nú hvort öll atkvæði sem ætluð voru Degi Sigurðssyni í Söngvakeppninni í gær hafi komist til skila. Ábendingar um möguleg vandamál í atkvæðagreiðslunni hafa borist í kjölfar keppninnar í gær. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að Ríkisútvarpinu hafi borist ábendingar um að ekki hafi öll atkvæði náð í gegn sem ætluð voru Degi Sigurðssyni í símakosningunni í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Dagur hafnaði í öðru sæti eftir að hafa fengið flest atkvæði dómnefndar og almennings í fyrri umferð keppninnar.

Birna Ósk Hansdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar hjá RÚV, staðfestir þetta og segir að fyrirspurn um málið hafi verið send til Vodafone. „Reynist þetta mál af alvarlegum toga, sem við væntum ekki, þá munum við bregðast við því og taka á því í samræmi við okkar vinnureglur,“ segir hún á vef RÚV.

Birna segir einnig í frétt RÚV að ábendingarnar séu teknar alvarlega og að rætt hafi verið við Júlí Heiðar Halldórsson, höfund lagsins Í Stormi, vegna málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing