Allskonar fólk tjáir sig um fullnæginar í myndband Völvunnar sem þú getur horft á hér fyrir ofan. Kynfræðingurinn Sigga Dögg er ómyrk í máli: „Þú vilt fá’ða, þú átt að vita hvernig er að fá’ða og þú átt að geta fengi’ða.“
Myndbandið er unnið úr viðtölum sem voru tekin fyrir ári síðan. „Við ræddum við fjölbreyttan hóp af fólki um þeirra upplifanir af öllu sem tengist píkum, líkömum, nánd, kynlíf, barneignum, fóstureyðingum og svona mætti lengi telja,“ segir í skilaboðum frá Völvunni.
„Við viljum sýna að það er ekkert flókið að ræða þessa hluti og að þetta séu mikilvægar og meira að segja skemmtilegar samræður að eiga við þá sem maður treystir. Það er frelsandi að ræða það sem manni liggur á hjarta og það sem meira er, það vantar praktískt upplýsingaflæði um kynþroska, kynlíf og sjálfsást (t.d. um tíðavörur, getnaðarvarnir, nautn í kynlífi, hvað fósturmissir er algengur, góð ráð við túrverkjum, að uppgötva sig sem kynveru á jákvæðan og heilbrigðan hátt, að komast í gegn um tilfinningasveiflur osfr).
Kynfræðslu er verulega ábótavant í skólum og hversdagslegum samræðum fullorðinna er það líka. Tölum saman í stað þess að hýra hvert í sínu horni með vandamál eða spurningar sem við þorum ekki að spurja!“
Sjá einnig:
- Konur ræða um skapabarmaaðgerðir: „Vá, maður á bara að vera glaður með píkuna sína“
- Margrét Maack segir það sem segja þarf um fóstureyðingar
- Sigga Dögg fór í djúpa sjálfsskoðun eftir fóstureyðingu: „Ég kom skipulagi á líf mitt“