Auglýsing

Dennis Rodman hrósar Donald Trump fyrir að þiggja boð vinar síns: „Bið að heilsa Kim Jong Un“

Körfuknattleiksmaðurinn fyrrverandi, Dennis Rodman hrósar Donald Trumpforseta Bandaríkjanna í hástert fyrir að þiggja boð vinar síns Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu um sögulegan fund.

Í viðtali við AP fréttastofuna fer Rodman fögrum orðum um ákvörðun Trumps en Rodoman hefur verið tíður gestur í landinu. „Vel gert Trump. Þú ert á leið á sögulegan fund sem enginn annar forseti Bandaríkjanna hefur gert. Ég bið að heilsa Kim Jong Un og fjölskyldu hans,“ segir Rodman.

Fjölmiðlar víða um greindu frá í gærkvöldi að Trump hefði tekið beiðni Kim um fund vel. Ef af fundi þeirra verður, þá markar það sannarlega tímamót því enginn sitjandi Bandaríkjaforseti hefur átt fund með leiðtoga Norður Kóreu. Ekki er búið að ákveða stað og stund fyrir þennan tímamótafund en stefnt er að því að halda hann áður en maímánuður er úti. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing