Auglýsing

Stephen Hawking látinn

Breski vísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Hawking fæddist 8. janúar 1942. Hann lagði stund á kennilega eðlisfræði og stjörnufræði og var margverðlaunaður fyrir störf sín. Eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. 

Þegar Hawking var 22 ára gamall greindist hann með hreyfitaugungahrörnun og á síðustu árum ferðaðist hann með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.

Börnin Hawkings, Lucy, Robert og Tim, segjast í yfirlýsingu harmi sleginn vegna fregna af andláti föður síns. Hann hafi verið stórbrotinn vísindamaður og einstakur maður. Verk hans og arfleifð muni lifa um komna tíð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing