Auglýsing

Transkona kærir Tinder eftir að aðgangi hennar var eytt

Ariel Hawkinstranskona frá Portland í Bandaríkjunum hefur kært smáforritið Tinder fyrir mismunun. Ariel segir fyrirtækið hafa lokað á aðgang sinn eftir að hún opinberaði það á miðlinum að hún væri transkonaTMZ greinir frá þessu.

Skömmu eftir að Ariel uppfærð aðgang sinn á síðunni og greindi frá því að hún væri transkona lokaði fyrirtækið á aðgang hennar. Því fylgdi tölvupóstur sem sagði hana hafa brotið þjónustuskilmála fyrirtækisins.

Í samtali við TMZ segir Ariel fyrirtækið augljóslega vera að reyna að útskúfa transfólk og vernda vörumerki sitt. „Ég held að þeir skilji ekki transfólk,“ segir Ariel sem notar appið til að finna ástina eins og svo margir aðrir.

Hún segir fyrirtækið ræna sig þeim möguleika með því að banna henni og fólki í hennar stöðu að nota appið. Í kærunni fer Ariel fram á að Tinder verði bannað að mismuna fólki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing