Auglýsing

Gæi tjáir sig um fjárdráttinn: „Okkur þykir þetta ógeðslega leiðinlegt“

Garðar Viðarsson, best þekktur sem Gæi tjáði sig í morgun í fyrsta skipti um fjárdrátt og brot gegn bókhaldslögum sem kona hans, Anna Björk Erlingsdóttir, framdi sem framkvæmdastjóri einkahlutafélags Gæi ehf. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar en nú ætli þau hjónin að læra af mistökunum og horfa fram á veginn.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því um helgina að Anna Björk hefði verið dæmd  í 16 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, skilasvik og brot gegn bókhaldslögum. Eftir að hafa dregið sér alls rúmar 59 milljónir króna og ekki fært bókhald þess. 

Sjá einnig: Hver er þessi Gæi sem hefur slegið í gegn á Snapchat? „Það er ekki ein leikin mínúta“

Gæi hefur hingað til neitað að ræða málið við fjölmiðla en tjáði sig við fylgjendur sína á Snapchat í morgun. Þar segir hann síðustu vikur hafa verið erfiðar. „Þegar maður gerir mistök þá er það númer eitt, tvö og þrjú að læra af þeim og takast á við afleiðingarnar. Okkur þykir þetta ógeðslega leiðinlegt,“ segir Gæi en á mörg þúsund manns fylgja honum á miðlinum.

Þetta hefur legið þungt á manni og maður hefur verið að rembast við að brosa í gegnum tárin

Hann segist heppinn með vini og vandamenn. „Við höfum fengið ógrynni af fallegum kveðjum og það er ómetanlegt,“ sagði Gæi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing