Auglýsing

Meira en 250 manns fórust í flugslysi í Alsír

Að minnsta kosti 257 létu lífið þegar flugvél alsírska hersins brotlenti í dag skömmu eftir flugtak frá herstöðinni í Boufarik í norðurhluta Alsír. Um var að ræða herflugvél af gerðinni Il-76 en flestir hinna látnu voru hermenn og vandamenn þeirra.

Óljóst er hvað olli slysinu en rannsókn er þegar hafin að sögn varnarmálaráðuneytis Alsír. Yfirvöld í Alsír hafa enn engar upplýsingar birt um ástæður þess að flugvélin fórst. Nokkrir hafi komist lífs af og verið fluttir á sjúkrahús. Flugvélin var af gerðinni Ilyushin, smíðuð í Sovétríkjunum.

Á meðal þeirra sem létust eru 26 meðlimir Polisario Front, uppreisnarhreyfingar sem barist hefur fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara frá Marokkó.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing