Auglýsing

Daði Freyr skorar á RÚV að láta draum Vilhelms um að kynna stigin í Eurovision rætast

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á RÚV að láta draum leiklistarnemans Vilhelms Neto um að kynna stigin fyrir Ísland í Eurovision rætast. Sjáðu yfirlýsingu Daða hér að neðan.

Sjá einnig: Skorað á RÚV að láta draum Vilhelms rætast og leyfa honum að kynna stigin í Eurovision

Vilhelm Neto birti tíst á Twitter í febrúar þar sem hann sagði draum sinn vera að fá að kynna stigin fyrir Ísland í Eurovision, sem fer fram í Portúgal í maí. Vilhelm er hálfur Portúgali og hálfur Íslendingur en föðurætt Vilhelms er frá Portúgal og ólst hann þar upp þangað til hann flutti til Íslands árið 2007.

Þrátt fyrir mikinn stuðning hefur Vilhelm ekkert heyrt frá Rúv. Hann sagðist í samtali við Nútímann í byrjun apríl samt sem áður vera vongóður. Ég er búinn að vera spenntur við símann að bíða eftir tölvupósti, TwitterFacebook-skilaboðum eða símtali,“ sagði Vilhelm í samtali við Nútímann.

Það var svo í morgun sem Daði Freyr sem búsettur er í Kambódíu um þessar mundir sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Twitter. „Margt smátt gerir eitt stórt,“ skrifaði Daði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing