Auglýsing

Edda Sif verður stigakynnir Íslands í Eurovision

Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkissjónvarpinu. Það er því ljóst að leiklistarneminn Vilhelm Neto sem sóttist fast eftir því að því að fá hlutverkið verður ekki að ósk sinni. 

Sjá einnig: Skorað á RÚV að láta draum Vilhelms rætast og leyfa honum að kynna stigin í Eurovision

Edda Sif tekur við keflinu af Björgvini Halldórssyni sem sinnti embætti stigakynnis á síðasta ári. „Edda Sif ætti að vera flestum að góðu kunn af skjánum en hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður og dagskrárgerðarmaður á RÚV undanfarin ár,“ segir í tilkynningu frá Ríkissjónvarpinu. 

Eins og flestir vita verður Ari Ólafsson fulltrúi Íslands í keppninni í ár en hann mun stíga á svið með lagið Our Choice í Lissabon 8. maí. Úrslitakvöldið verður laugardaginn 12. maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing