Auglýsing

Jóhannes Haukur harður við fasteignasala: „Ekki sjálfsagt að borga tugi þúsunda fyrir að snattast til Sýslumanns“

Leikarinn Jóhannes Haukur segir að í bæði skiptin sem hann hefur keypt fasteign hafi hann neitað að greiða umsýslugjaldið umdeilda. Þetta segir Jóhannes á Facebook-síðu sinni og vísar í frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi.

Í fréttinni kom fram að umsýslugjaldið sé víða sett fram sem skyldugreiðsla, þrátt fyrir að kaupendur ráði hvort þeir greiði gjaldið. Vísað var í ákvörðun Neytendastofu frá 2006 og ummæli í lagafrumvarpi.

Forstjóri Neytendastofu sagði í fréttum Stöðvar 2 ótvírætt að fasteignakaupendur eigi rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Þá sagði hann að fasteignasalar þurfi að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu.

„Ég hef í tvígang keypt fasteign, í bæði skiptin neitaði ég að greiða umsýslugjaldið. Það gékk eftir en ég þurfi að vera ansi harður á því í bæði skiptin,“ segir Jóhannes Haukur.

Það stendur í þessum lögum að fasteignasalarnir verði að gera um þetta skriflegan samning, þeim finnst gott að sneika þessu inní kauptilboðið sem maður gerir í upphafi.

Jóhannes rifjar upp þegar hann gerði fyrsta kauptilboðið sitt í eign fyrir rúmlega 10 árum. „Þá strikaði ég yfir þessa setningu í tilboðinu og fasteignasalinn varð mjög óhress með það og sagði það ekki í boði,“ segir hann.

„Það endaði með því að ég þurfti að ganga út. Fékk símtal frá honum þegar ég var kominn útá bílaplan um að snúa aftur. Það er ekki sjálfsagt að borga einhverjum tugi þúsunda fyrir að snattast til Sýslumanns með einhverja pappíra.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing