Rapparinn geðþekki, Gaukur Grétuson eða GKR eins og hann kallar sig hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Allt í lagi. Horfðu á myndbandið í spilaranum hér að ofan.
Óhætt er að segja að myndbandið sé óvenjulegt og skemmtilegt en Tumi Gonzo Björnsson sá um leikstjórn ásamt GKR sjálfum. GKR sló í gegn með laginu Morgunmatur árið 2015 og hefur síðan þá ferið áberandi í tónlistarheiminum.
GKR átti afmæli í vikunni og því tilvalið að gefa út lag
TODAY IS MY BIRHTDAY AND TOMORROW IS A NEW GKR VIDEO
Posted by GKR on Miðvikudagur, 23. maí 2018