Karlmaður á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Gullsmára 7 í Kópavogi í gærkvöld. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson varðstjóri í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Kona mannsins var flutt á slysadeild með snert af reykeitrun.
Allt tiltækt lið slökkvilið var sent á staðinn en talsvert tjón hlaust bæði vegna elds og vatns í íbúðinni. Aðrir íbúar í húsinu fengu aðstoð frá Rauða krossinum.