Auglýsing

Stuðningsmenn Fram hrópuðu „negri“ og „surtur“ að leikmönnum Víkings frá Ólafsvík

Leikmenn knattspyrnuliðs Víkings frá Ólafsvík voru beittir kynþáttaníði af hálfu stuðningsmanna Fram í leik liðanna í Mjólkurbikarnum í gær. Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings, vakti athygli á málinu á Twitter í gær.

Þrír þeldökkir leikmenn spiluðu með Víkingi frá Ólafsvík í leiknum í gær, þeir Emmanuel Eli KekePape Mamadou Faye og Irabim Sorie BarrieNútíminn hefur heimildir fyrir því að áhorfendur hafi hrópað orð eins og „surtur“ og „negri“ inn á völlinn.

„Frábær sigur hjá Víkingi Ó. gegn Fram í kvöld. Það setti samt svartan blett á gleðina að hlusta á munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni í garð þeldökkra leikmanna Víkings. Svona á ekki að sjást,“ skrifaði Þorsteinn Haukur á Twitter í gærkvöldi.

Nokkur umræða skapaðist um málið á Twitter í gærkvöldi eftir tíst Þorsteins þar sem meðal annars stuðningsmenn Fram fordæmdu atvikið.

Nútíminn hafði samband við Þorstein sem vildi ekki tjá sig nánar um málið. Málið hefur vakið töluverða athygli en í dag sendi Fram frá sér yfirlýsingu vegna þar sem félagið fordæmir athæfi stuðningsmanna liðsins. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið líti málið alvarlegum augum og ætli að gera viðeigandi ráðstafanir. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing