Auglýsing

Emmsjé Gauti kom ríðandi á svið á Hvolsvelli

Rapparinn Emmsjé Gauti hóf í gær 13 daga tónleikaferðalag sitt í kringum landið. Á ferðalaginu kemur rapparinn fram á 13 stöðum og framleiðir í leiðinni 13 vefþætti sem birtast á vefnum emmsje.is. Í fyrsta þættinum hélt Gauti tónleika á Hvolsvelli en það vakti athygli að hann kom ríðandi inn á sviðið. Sjáðu þáttinn í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig: Emmsjé Gauti fer hringinn í kringum landið á 13 dögum og kemur fram á 13 stöðum

Eins og áður segir er ferðalagið rétt að byrja en auk þess að spila á Hvolsvelli hyggst Gauti koma fram í Vestmannaeyjum, Karlsstöðum, Egilsstöðum, Vopnafirði, Mývatni, Húsavík, Blönduós, Sauðárkróki, Akureyri, Ísafirði, Flatey og Rifi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing