Þjóðhátíðarlögin í ár verða tvö og eru í boði bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar. Hlustaðu á þau hér að neðan og kjóstu hvort þér finnst betra.
Lagið Á sama tíma, á sama stað er hefðbundið Þjóðhátíðarlag, rólegt og hugljúft, með góðum klapp kafla og samsöng sem hljómar eflaust vel í brekkunni.
Lagið Heimaey er andstæðan við það en þar dýfa bræðurnir sér ofan í hip-hop laugina og rappa um að fara með bílinn í Herjólf en vera samt ekki með bílpróf.