Auglýsing

Foreldrar endurheimtu ungan sinn eftir óvenjulegar björgunaraðgerðir lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hýsti heldur óvenjulegan næturgest á dögunum. Hrafnsungi, sem í fyrstu var talið að hefði slasast, var færður til aðhlynningar á lögreglustöðina á Hverfisgötu en var heldur ósáttur með dvölina að því er kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Unginn var þó ekki slasaður heldur aðeins ófleygur vegna ungs aldurs og fljótlega kom í ljós að unginn hefði sennilega dottið úr hreiðri sínu. Lögreglunni bárust í kjölfarið tilkynningar um hrafnspar sem gargaði óvenju mikið og hélt vöku fyrir íbúum í nágrenni við laup sinn með háværu krunki.

Ljóst var að einn unga vantaði í hreiðrið og réðust lögreglan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins því í björgunaraðgerð til að sameina foreldra og unga aftur. Björgunaraðgerðin heppnaðist vel eins og sést hér að neðan.


 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing