Auglýsing

Ekkert endurspeglar gleði Íslendinga meira heldur en þessi mynd af Kötu Jak og Guðna Th

Íslendingar eru enn í gleðivímu eftir jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik sögunnar á HM. Það er erfitt að finna Íslending sem fylgdist ekki með leiknum sem var gífurlega spennandi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands,  fylgdust með leiknum á Hvanneyri.

Argentínumenn komust yfir í leiknum en Alfreð Finnbogason jafnaði metinn. Hannes Þór Halldórsson var svo hetja Íslendinga en hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í síðari hálfleiknum.

Katrín Jakobsdóttir birti þessa stórkostlegu mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn en þar má sjá hana og Guðna fagna því þegar Hannes varði vítið. Gleðin er ósvikin og myndin endurspeglar líklega ástandið á mörgum Íslendingum á þessari stundu.

Sjáðu myndina

Ríkisstjórn Íslands ákvað að sniðganga mótið í Rússlandi vegna árásar á Sergei Skripal og dóttur hans. Það voru því engir embættismann frá Íslandi viðstaddir á leiknum. Katrín og Guðni sendu þó góðar kveðjur á strákana okkar eftir leikinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing