Hannes Hólmsteinn Gissurarson ,prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fylgdist með leik Íslands og Argentínu frá Rio De Janeiro í Brasilíu í gær. Eftir leik var hann fenginn í viðtal hjá FOX Sports fréttastöðinni þar sem hann lýsti því hversu stórt afrek jafntefli hefði verið fyrir litla Ísland.
Það var mikil stemning í partíinu hjá Hannesi. Hann opnaði kampavínsflösku í beinni útsendingu á meðan gestir tóku Víkingaklappið misvel.
Sjáðu myndbandið
Direct, Fox Sports. pic.twitter.com/dYwxZYYITb
— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) June 16, 2018