Rúrik Gíslason hefur heldur betur vakið athygli í Argentínu eftir leik Íslands og Argentínu. Rúrik kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins við mikla hrifningu í Argentínu en fylgjendum hans á Instagram fór strax að fjölga.
Fyrir leikinn í gær var Rúrik með um 30 þúsund fylgjendur á Instagram en um leið og hann kom inn á fór þeim að fjölga. Á einum hálftíma fjölgaði fylgjendum hans um 40 þúsund. Þegar þetta er skrifað er hann kominn með 255 þúsund fylgjendur og ótal ástarjátningar á spænsku við myndirnar sínar.
Brasilíska leikkonan Gabriela Lopes er ein af þeim sem hefur skrifað athugasemdir við myndirnar af Rúrik en hún er með rúmar 2 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún skrifar við eina myndina: „Hvernig er hægt að vera svona sætur?”
Argentínska leikkonan Gimena Accardi sem er einnig með rúmar tvær milljónir fylgjenda á Instagram hafði gaman að þessu öllu saman. „Argentínskar konur eru búnar að gera það að verkum að hann er kominn með yfir 40 þúsund fylgjendur á minna en hálftíma. Ég elska ykkur stelpur.”
Það má því reikna með að Íslendingar fái stuðning frá Argentínu restina af mótinu þrátt fyrir að hafa reynst argentínska liðinu erfiðir í gær.
Imagine being sooooo good looking that your Instagram followers go from from 30,000 to 207,000 by playing 30 minutes at the World Cup. Take a bow, Rúrik Gíslason #fyririsland pic.twitter.com/Xr9uLRkoCk
— Sons of Ice and Fire (@sons_icefire) June 17, 2018
Mér sýnist að Rúrik Gíslason gæti hafið fyrirsætuferil í S-Ameríku. Spænskumælandi Twitter-notendur að dásama fegurð hans og Instagram fylgjendum fjölgar gríðarlega hratt. #fotboltinet
— Gísli Árni Gíslason (@GisliArni) June 16, 2018