Auglýsing

Fékk miða á leikinn gegn Nígeríu í skiptum fyrir víkingahjálm

Einn íslenskur stuðningsmaður datt heldur betur í lukkupottinn eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Atli Björn Eggertsson Levy fékk tvo miða á leik Íslands gegn Nígeríu næsta föstudag frá Mexíkóum og gaf þeim víkingahjálm í staðinn. Frá þessu er greint á Vísi.is.

Atli hafði þó einungis fengið víkingahjálminn fyrr þennan dag en honum fannst hann vanta eitthvað höfuðfat við landsliðsbúninginn sinn áður en hann hélt á leik Íslands og Argentínu. Hann fékk hjálminn að gjöf frá Rússa nokkrum sem hann spjallaði við.

Eftir leikinn stillti Atli sér upp á mynd með hópi frá Mexíkó. Þeir spurðu hann hvort að hann ætlaði á fleiri leiki með Íslandi en hann neitaði því. Í kjölfarið dró einn Mexíkóinn upp tvo miða á leikinn gegn Nígeríu og gaf Atla.

Atli verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu í 2. leiknum á mótinu. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn í samtali við Vísi en þar er farið nánar í þessa mögnuðu sögu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing