Sólin virðist loksins ætla að skína á þessu skeri í dag landsmönnum til mikillar gleði eflaust. Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir að það verði léttskýjað nánast um allt land í dag og að hiti verði frá 8 stigum upp í 16 stig, hlýjast sunnanlands.
Þetta varir þó ekki lengi, að minnsta kosti ekki á vesturhluta landsins, því samkvæmt veðurspánni kemur vaxandi sunnanátt í nótt og á morgun verður rigning um landið vestanvert. Hlýjast verður á Austurlandi en íbúar þar mega búast við allt að 20 stiga hita á morgun.
Það er því eins gott að nýta þessa örfáu klukkutíma í sólinni
Spáir tíu stigum og sól á morgun.
Ég ætla í sund, upp á Esjuna, í Hljómskálagarðinn, í Nauthólsvík, keyra hringinn um landið, kaupa bragðaref, tana, drekka mig fullan af hvítvíni, grilla og brenna á nefinu.— Björn Leó (@Bjornleo) June 19, 2018
Öllu jafna er veðrið á Íslandi ömurlegt og niðurdrepandi, en þessa 3 daga á ári sem það er næs þá erum við með samviskubit yfir því að vera ekki að njóta þess. Ef Íslendingar væru vinkona mín og veðrið kærasti hennar mynd ég segja henni að forða sér.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) June 20, 2018