Það var mikill hiti í mönnum á leik Íslands og Nígeríu á HM í gær. Alfreð Finnbogason krækti í víti eftir skoðun myndbandsdómara íslenskum stuðningsmönnum til mikillar gleði. Einn þessara stuðningsmanna var fyrrverandi fótboltakappinn og landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarson en hann var örugglega sáttasti maður vallarins með þennan vítaspyrnudóm.
Hermann er þekktur fyrir að vera skapmikill og myndavélarnar í Volgograd náðu að fanga viðbrögð hans við dómnum fullkomlega. Sólgleraugun flugu af honum í ærslaganginum en honum var slétt sama.
Sjáðu þetta skemmtilega atvik hér
Hermann Hreidarsson doesnt care about his sunglasses #Iceland #itfc pic.twitter.com/sJwkAy37gK
— Evan (@evan11197) June 22, 2018