Auglýsing

Sænskur landsliðsmaður varð fyrir kynþáttahatri eftir tap gegn Þýskalandi

Sænski landsliðsmaðurinn Jimmy Durmaz varð fyrir kynþáttahatri og hótunum á samfélagsmiðlum eftir leik Svíþjóðar gegn Þýskalandi á HM í gær. Durmaz braut af sér á lokamínútum leiksins og Þjóðverjar skoruðu í kjölfarið sigurmark leiksins.

Reuters fréttastofan greinir frá því að hatursskilaboðin hafi byrjað að streyma inn nánast um leið og boltinn endaði í markinu. Durmaz sem fæddist í Svíþjóð en á tyrkneska foreldra segir að hann láti þetta ekki á sig fá.

„Þetta skiptir mig ekki máli, ég er stoltur af því að vera hér og spila fyrir landið mitt,” sagði Durmaz.

John Guidetti, liðsfélagi hans í sænska landsliðinu, hefur komið honum til varnar. „Hann hljóp og barðist allan leikinn. Það er heimskulegt að ausa yfir hann hatri,” segir Guidetti.

Eftir að fréttir bárust af hatursskilaboðunum hafa Svíar verið duglegir að sýna Durmaz stuðning og senda honum uppörvandi skilaboð.

„Ég hef engan áhuga á fótbolta en mér finnst mikilvægt að þú vitir að meirihluti Svía stendur við bakið á þér og við sendum þér ást og stuðning,” segir einn notandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing