Auglýsing

Stressaðir Íslendingar geta nú reiknað út hvaða úrslit nægja landsliðinu til þess að komast áfram á HM

Það er mikil spenna fyrir lokaleik Íslands í D riðli á HM í Rússlandi. Ísland á enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum en það þarf ansi margt að ganga upp. Maður að nafni Ian Hutchinson bjó til forrit þar sem hann býður stressuðum Íslendingum upp á að skoða hvað þarf að gerast til þess að Ísland komist áfram.

Það er ljóst að Ísland þarf að sigra Króatíu þegar liðin mætast á morgun í Rostov en við þurfum einnig að treysta á að Argentína vinni Nígeríu. Það má þó ekki vera of stór sigur því þá fara Argentínumenn áfram á okkar kostnað. Jafntefli í þeim leik gæti einnig nægt Íslendingum.

Í forritinu sem Ian bjó til er hægt að setja inn mismunandi úrslit úr lokaleikjum riðilsins, Ísland á móti Króatíu og Argentína á móti Nígeríu, og sjá hvað þau úrslit þýði fyrir riðilinn.

Ísland og Króatía mætast á morgun, þriðjudaginn 26. júní,  klukkan 18 líkt og Argentína og Króatía.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing