Íbúar Djúpavogs komu saman og sendu strákunum okkar baráttukveðjur til Rússlands í nýju myndbandi sem birtist á heimasíðu bæjarins. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Íbúar Djúpavogshrepps komu saman við Tankinn á Djúpavogi til þess að taka upp kveðjuna og útkoman er mögnuð. Íbúarnir eru 461 talsins en þeir taka Víkingaklappið á frumlegan hátt í myndbandinu og skilaboðin eru skýr: Stærð er hugarástand.
Íslenska karlalandsliðið leikur sinn síðasta leik í riðlakeppni HM á morgun en eiga enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum með sigri á Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 18:00.