Argentíska fótboltagoðsögnin Diego Maradona vakti mikla athygli í spennuþrungnum leik Argentínu og Nígeríu á HM í gær. Kappinn þurfti á aðstoða sjúkraliða að halda í leiknum og fregnir bárust af því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir leikinn. Á Instagram-síðu sinni neitar hann að hafa farið á sjúkrahús og segist vera við góða heilsu.
Svo virðist sem tilfinningarnar hafi borið Maradonna ofurliði enda mikið í húfi fyrir Argentínu í leiknum. Furðuleg hegðun hans vakti athygli áhorfenda en hann dansaði við nígerískan stuðningsmenn, grét, sofnaði í hálfleik og gaf á áhorfendum fingurinn þegar Argentína tryggði sér sigur á Nígeríu. Myndavélarnar virtust einnig ná myndum af hvítu dufti í kringum kappann. Hann sagðist sjálfur hafa drukkið of mikið hvítvíni á leiknum og það útskýri hegðun hans.
Sports Illustrated birti myndband á Twitter-síðu sinni eftir leikinn þar sem aðstoðarfólk styður Maradonna út af leikvanginum.
https://twitter.com/SInow/status/1011714176157396998?ref_src=twsrc%5Etfw&ref_url=http%3A%2F%2Fuk.businessinsider.com%2Fworld-cup-diego-maradona-hospitalised-after-argentina-win-2018-6
Maradona birti síðan mynd á Instagram-síðu sinni eftir leikinn þar sem rússneskur læknir sést hlúa að goðsögninni.
„Ég vil segja öllum að það er í lagi með mig. Ég fór ekki á sjúkrahús. Mér var mjög illt í hálsinum í hálfleik og læknirinn skoðaði mig. Hann mælti með því að ég færi heim fyrir seinni hálfleik. Ég vildi vera áfram því við vorum að fórna öllu. Hernig gat ég farið?“
https://www.instagram.com/p/Bkgtn_ahCQo/?taken-by=maradona
Glöggur Twitter-notandi tók saman það helsta sem vakti athygli í fari Maradona á leiknum.
Hér dansar hann við nígerískan stuðningsmann
Your man Diego Maradona is already at it. This man has lived 14 lives and all of them at 150 miles per hour without a helmet. pic.twitter.com/MqKY2l7Utw
— Miriti Murungi (@NutmegRadio) June 26, 2018
Hér fagnar hann fyrra marki Argentínu
No, seriously. How does Diego Maradona exist? pic.twitter.com/0NeJZyFqzX
— Miriti Murungi (@NutmegRadio) June 26, 2018
Syfjaður í hálfleik
Diego is spent by halftime. If he has another burst of energy during halftime or the second half, you already know what the next topic of conversation will be. pic.twitter.com/A91vzFfi8H
— Miriti Murungi (@NutmegRadio) June 26, 2018
Og gefur síðan öllum á leikvangnum miðjufingurinn þegar Argentína var búin að tryggja sér sigur og áfram í 16 liða úrslit
Who wants to subscribe to the Diego Maradona channel because I do. pic.twitter.com/291d3RiqgW
— Miriti Murungi (@NutmegRadio) June 26, 2018
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Maradona vekur athygli á þessu heimsmeistaramóti en í leiknum gegn Íslandi sást hann reykja vindil á leikvanginum sem er stranglega bannað. Hann sagðist ekki vita það og baðst afsökunar eftir leikinn