Auglýsing

Hjörtur Hjartarson lætur af störfum: „Það er bæði sanngjörn og sjálsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum”

Hjörtur Hjartarson, fjölmiðlamaður, hefur látið að störfum sem fréttamaður hjá Stöð 2. Frá þessu greinir hann sjálfur á Facebook síðu sinni í dag. Hjörtur var sendur snemma heim frá HM í Rússlandi vegna óviðeigandi hegðunar fyrr í vikunni.

Hjörtur segist skilja vel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hefur vakið í kjölfar þess að hann var sendur heim frá Rússlandi af yfirmönnum sínum eftir að hann áreitti Eddu Sif Pálsdóttur fréttakonu RÚV. Hann segir að áfengisneysla sé engin afsökun fyrir slíkri hegðun.

Konur úr fjölmiðlaheiminum sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þær óskuðu eftir því að yfirmenn fjölmiðla myndu tryggja öryggi þeirra á vinnustað með því að ráða ekki ofbeldismenn.

„Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert,” segir Hjörtur á Facebook.

Sjá einnig:Hjörtur Hjartarson sendur heim frá HM vegna óviðeigandi hegðunar

Hjörtur hefur því óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda sínum og hyggst nú einbeita sér að því að bæta fyrir framkomu sína.

„Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það.Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst,” segir Hjörtur.

Facebookfærslu Hjartar má sjá í heild sinni hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing