Auglýsing

Ný plata Drake slær met, inniheldur lag með Michael Jackson og fjallar um óskilgetinn son rapparans: hlustaðu á hana hér

Aðdáendur kanadíska tónlistarmannsins Drake, sem hafa beðið í ofvæni eftir nýrri plötu, fengu ósk sína uppfyllta tvöfalt á föstudag. Platan Scorpion býður upp á 25 lög í heildina, 12 laga A hlið og 13 laga B hlið og hefur slegið allskonar met síðan hún kom út. Hlustaðu á plötuna hér neðst í fréttinni.

Platan sló eins dags streymismet Spotify en hlustað var á plötuna rúmlega 132 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir útgáfu. Fyrra metið, sem var sett fyrir nokkrum vikum, átti plata Post Malone, Beerbongs & Bentleys, en henni var streymt 78 milljón sinnum. Drake bætti því metið um 50 milljón hlustanir.

Platan sló einnig eins dags streymismet Apple Music þar sem henni var streymt meira en 170 milljón sinnum. Fyrra metið átti Drake sjálfur en mixtape-inu More Life var steymt tæplega 90 milljón sinnum á fyrsta sólarhring eftir útgáfu í fyrra.

View this post on Instagram

????

A post shared by champagnepapi (@champagnepapi) on

Platan er tvískipt en á A hliðinni er rappið í aðalhlutverki en á B hliðinni er það R&B tónlistarstefnan sem á hug hans allan. Í umfjöllun Rolling Stone um plötuna kemur fram að hann snúi aftur til tónlistarstefnunnar R&B sem hann enduruppgötvaði í upphafi ferils síns.

Á plötunni eru nokkrir gestir, meðal annars rappkóngurinn Jay-Z í laginu „Talk up“, Static Major og Ty Dolla Sign í laginu „After Dark“ og áður óútgefinn söngur poppgoðsagnarinnar Michaels Jackson heyrist í laginu „Don’t Matter To Me“.

Ýmislegt kemur í ljós þegar hlustað er á plötuna en það sem hefur vakið hvað mesta athygli er að rapparinn staðfestir að hann eigi son. Fyrr á þessu ári upplýsti rapparinn Pusha-T að Drake ætti son í „diss“ laginu „The Story of Adidon“ en þeir tveir hafa lengi átt í deilum sem fór í nýjar hæðir eftir þetta útspil Pusha-T.

Óvissa ríkti um sögusagnirnar en rapparinn tjáði sig ekkert fyrr en á nýju plötunni þegar hann staðfesti þá að barnið væri hans. Í laginu Emotionless segist hann ekki hafa verið að fela barnið frá heiminum heldur heiminn frá barninu.

Barnsmóðir rapparans, fyrrverandi klámstjarnan og listamaðurinn Sophie Brussaux með son þeirra

Síðasta lag plötunnar, „March 14th“, fjallar síðan um foreldrahlutverkið, erfitt samband Drake við barnsmóður sína, og áhyggjur hans á því hvernig foreldrar hans myndu bregðast við þegar hann segði þeim frá barninu.

Í textanum staðfestir hann endanlega að barnið sé hans

I had to come to terms with the fact that it’s not a maybe
That shit is in stone, sealed and signed
She not my lover like Billie Jean, but the kid is mine

Hlustaðu á nýju plötuna Scorpion hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing