Auglýsing

Sjáðu meistara í pylsuáti setja magnað heimsmet: borðaði 74 pylsur á 10 mínútum

Bandaríkjamenn eru einstaklega góðir í átkeppnum og það sannaðist endanlega í gær þegar Joey „Jaws“ Chestnut varði meistaratitilinn í pylsuáti og setti ótrúlegt heimsmet. Chestnut torgaði 74 pylsum á 10 mínútum og bætti eigið met frá árinu 2016 um hálfa pylsu.

Þetta er í ellefta skiptið á tólf árum sem Joey vinnur Sinnepsbeltið í Nathan’s Famous International pylsuátkeppninni en hún er haldin árlega á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.

Sjá einnig: Reyndu að borða 10 pylsur á 10 mínútum 

Joey er goðsögn í átkeppnisheiminum en þetta er hans eina vinna. Hann lifir á frægðinni sem átkeppnin gaf honum og er hann nú efstur á lista Major League Eating yfir mestu atvinnuátvöglin.

ESPN benti á að Joey er nú komin með jafnmarga titla og margir af bestu íþróttamönnum allra tíma

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta yrði fullt starf en þetta hefur verið það síðustu sjö ár. Ég ferðast nánast allar helgar á sumrin og á veturnar kem ég fram á viðburðum og tek þátt í nokkrum keppnum hér og þar,“ sagði Joey í viðtali við ESPN.

Það er engann bilbug að sjá á Joey en hann segir ávanabindandi að rústa svona átkeppninum og fá fólk til að brosa. Hann viðurkennir þó að maturinn fari ekkert alltof vel ofan í hann.

„Mér líður eins og sorpi eftir á en hvað með það? Flestum líður svoleiðis eftir langan dag í vinnunni.“

Sjáðu Joey setja heimsmetið hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing