Meghan Markle hertogaynjan af Sussex virðist vera að tapa bandaríska hreimnum sínum ef marka má nýtt myndband sem birtist af henni nýlega.
Aya El Zeiny hitti hertogaynjuna þegar sú síðarnefnda heimsótti Chesire þann 14. júní síðastliðinn og setti myndband af samskiptum þeirra á Twitter.
Myndbandið gerði allt vitlaust þar sem Meghan virðist tala með breskum hreim eða að minnsta kosti minna bandarískum hreim en áður.
Meghan said my name, that’s me done???? pic.twitter.com/167F2ubjUh
— Aya El Zeiny (@elzeiny99) June 14, 2018
Sumir voru spenntir fyrir þessari þróun
https://twitter.com/mlyn_miller/status/1014934401736691712?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1014934401736691712&ref_url=https%3A%2F%2Fpeople.com%2Froyals%2Fdoes-this-video-prove-that-meghan-markle-is-losing-her-american-accent-watch-and-decide%2F
Og efuðust um að þetta væri tilgerðarlegt af hertogaynjuninni
People who are rolling their eyes have likely not moved or stayed long term in another country before. This isn’t that crazy & I doubt it’s phoney. https://t.co/CFocGXuJmy
— Teri Fikowski (@TeriFikowski) July 5, 2018
Aðrir voru ekki par hrifnir og vildu ekki meina að þetta væri breskur hreimur
English accent they say…it’s a well traveled American accent
— Marlene ???? (@Septembers_Song) July 6, 2018
Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram það sé fullkomlega eðlilegt að hreimur manneskju geti breyst vilji hún tilheyra ákveðnum hópi.
Mállýskuþjálfarinn Pamela Vanderway segir að af því að Meghan sé fulltrúi konungsfjölskyldunnar sé hún hluti af Englandi. Því hafi hún viljandi eða ósjálfrátt byrjað að tala með breskum hreim til að passa inn í hópinn.
Hún bætir við að til séu önnur dæmi innan konungsfjölskyldunnar um breytingu í hreimi, til dæmis hjá Karli Bretaprins. Hreimurinn hans sé allt annar í dag en hann var þegar hann kom fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali.
Vanderway segir að lokum að þó að Meghan hljómi breskari sé hún ekki að yfirgefa bandarísku rætur sínar heldur sé hún að reyna að aðlagast og passa inn í nýju fjölskylduna sína.