Leikhópurinn X hefur fengið sig fullsaddann af veðrinu á Íslandi og efndi til mótmæla fyrir utan Veðurstofu Íslands í gær. Eins og alþjóð veit hefur veðrið ekki leikið við íbúa á suðvesturhorni landsins og rignt hefur nánast stanslaust síðan í maí. Á meðan hafa íbúar Norður- og Austurlands notið veðurblíðunnar og sólarinnar í botn.
Leikhópurinn birti myndband af mótmælunum á Facebook-síðu sinni þar sem þess er meðal annars krafist að „gera Ísland gult aftur.“ Einnig kalla mótmælendur „Skýlaust Ísland“ og „Við viljum sól.“
Það á þó eftir að koma í ljós hvort að mótmælin skili árangri en mögulega gæti rofað til í næstu viku.
Sjáðu gjörninginn hér
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem veðrinu er mótmælt en Andri Snær Magnason rithöfundur rifjaði upp um daginn þegar mótmælt var fyrir utan Veðurstofuna árið 1983 vegna lélegs tíðarfars
Mótmæli fyrir utan Veðurstofu Íslands sumarið 1983. pic.twitter.com/XOTWcZFdcB
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) June 29, 2018