Auglýsing

Instagram-fyrirsæta bitin af hákarli þegar hún reyndi að taka flotta mynd

Katarina Zarutskie er Instagram-fyrirsæta með rúmlega 13 þúsund fylgjendur. Hún var í fríi á Bahama-eyjum fyrir stuttu en umhverfið þar er einstaklega myndrænt og því kjörið tækifæri fyrir fyrirsætuna að taka nokkrar myndir. Hún tók meðal annars myndir af sér syndandi með skeggháfum en það endaði ekki betur en svo að hún var bitin af einum þeirra að því er kemur fram á vef BBC.

Katarina sá til nokkurra kafara sem syntu með skeggháfunum og hana langaði endilega að ná mynd af sér með þeim. „Ég hafði séð fullt af myndum af fólki með skeggháfum á Instagram. Ég hef reynslu af brimbrettum og köfun og vissi því að þessi tegund hákarla er vanalega ekki hættuleg.“

Eftir að hafa verið í nokkrar mínútur í sjónum lagðist hún og flaut með hendurnar úti þegar einn hákarlanna beit í handlegginn á henni. Tengdapabbi hennar var að taka myndirnar af henni og náði að fanga atvikið á filmu.

Hákarlinn beit í handlegg Katarinu meðan hún flaut í sjónum

Instagram/Katarina Zarutskie

Togaði hana undir yfirborðið og hélt henni þar í nokkrar sekúndur

Instagram/Katarina Zarutskie

Þar til hún háði að hrista hann af sér og halda sárinu uppi til að laða ekki að sér fleiri hákarla

Instagram/Katarina Zarutskie

Katarina segist hafa haldið ró sinni þegar hákarlinn beit hana sem hafi sennilega orðið til þess að ekki fór verr og hún slapp með minni háttar meiðsli. Samt sem áður hafi þurft að sauma nokkur spor í handlegg hennar ásamt því að hún fékk sýklalyf.

Hún segist enn vera með brot úr tönnum hákarlsins föst í handleggnum en bitið á sennilega eftir að mynda stórt ör. Hún segist vera þakklát fyrir að ekki fór verr.

Katarina hefur fengið mikið af neikvæðum athugasemdum eftir að hún setti inn myndir af atvikinu á samfélagsmiðla. „Ég hef fengið mikið af dónalegum og hatursfullum athugasemdum frá fólki en þetta er Internetið þannig að það var ekki við öðru að búast.“

Hún gagnrýnir fjölmiðla einnig fyrir að nota aðeins upplýsingarnar sem þeir vilji og fyrir spynna sögu um að hún sé „heimsk ljóshærð Instagram-fyrirsæta.“

Katarina segist ekki vilja að lífsreynsla sín fæli aðra ferðamenn frá því að heimsækja Bahama-eyjarnar en hún segir þær vera fallegasta stað sem hún hefur heimsótt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing