Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hyggst bjóða sig fram í embætti ríkisstjóra í New York fylki Bandaríkjanna. Nixon er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum vinsælu Sex and the City þar sem hún lék Miröndu Hobbes.
Nixon hefur safnað sextíu og fimm þúsund meðmælaundirskriftum til þess að geta boðið sig fram í embætti ríkisstjóra en það er í raun fjórum sinnum fleiri undirskriftir en þarf á að halda.
Sjá einnig: Taktu stóra Sex and the City prófið
Nixon hefur lengi látið sig pólitísk málefni varða og hefur barist fyrir bættri menntun barna og unglinga og heilbrigðisþjónustu fyrir konur. Hún er búsett ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York borg.
Hún freistar þess að sigra Mario Cuomo, núverandi ríkisstjóra, í baráttunni en hann býður sig fram til endurkjörs.