Auglýsing

Scarlett Johansson hættir við umdeilt hlutverk: „Þakklát fyrir þá umræðu sem hefur átt sér stað”

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hefur hætt við að leika í kvikmyndinni Rub & Tug í kjölfar mikillar gagnrýni. Johansson átti að leika trans einstakling í myndinni en margir voru ósáttir við að ekki hafi verið fenginn trans einstaklingur í hlutverkið.

Scarlett Johansson átti að leika mann sem fæddist í líkama konu. Myndin er byggð á sönnum atburðum og segir frá Dante „Tex“ Gill. Dante opnaði nuddstofur á sjöunda áratug síðustu aldar sem hann notaði undir vændisstarfssemi.

Eftir að Johansson tilkynnti að hún myndi leika Dante í síðustu viku spratt upp mikil umræða um stöðu trans fólks í Hollywood og Johansson segist þakklát fyrir umræðuna. Hún varði upphaflega ákvörðun sína en nú hefur henni snúist hugur.

„Ég hef mikla virðingu og ást fyrir trans samfélaginu og ég er þakklát fyrir þá umræðu sem hefur átt sér stað. Ég hefði elskað að fá tækifæri til þess að vera hluti af því að festa sögu Dante á filmu en ég skil hvers vegna mörgum finnst að hlutverkið ætti að vera leikið af trans manneskju,” sagði Johannsson í yfirlýsingu sem birtist á miðlinum Out.

Margir hafa fagnað ákvörðun hennar en þeirra á meðal er trans rithöfundurinn og leikarinn Jen Richards.

„Scarlett hlustaði á gagnrýni og áttaði sig á því að þrátt fyrir að hún meinti ekkert illt þá myndi þetta valda skaða. Hún tók rétta ákvörðun og á hrós skilið fyrir það,” sagði Jen á Twitter síðu sinni.

Ekki hefur verið ákveðið hver mun fylla í skarð Johansson eða hvort það verði trans manneskja sem gerir það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing