Bandaríski leikarinn Tom Cruise sannfærði spjallþáttastjórnandann James Corden að taka þátt í fallhlífarstökki með sér í spjallþætti Corden The Late Late Show í gærkvöldi. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Tom Cruise var mættur í þáttinn að kynna nýjustu Mission Impossible mynd sína. Corden sagði að hann hefði reynt að ná í Cruise undanfarna daga til þess að hætta við stökkið en að hann hafi verið með númerið hans vitlaust skráð í símanum sínum.
Corden var ekki spenntur fyrir stökkinu og reyndi hvað hann gat að komast hjá því. Cruise tók það hins vegar ekki í mál.
„Það versta við þetta er að ef við báðir deyjum þá mun ég ekki fá neina athygli. Eina sem verður talað um í fjölmiðlum er að Tom Cruise hafi dáið og svo þessi gæi sem keyrir stundum um á bíl með frægt fólk að syngja,” segir Corden.
Cruise, sem er vanur slíkum áhættuatriðum, hughreysti Corden og að lokum stukku þeir úr vélinni og lentu skömmu síðar á jörðinni.